
KR er búið að staðfesta félagsskipti Jovana Milinkovic í Vesturbæinn úr röðum Sindra.
Jovana er serbneskur varnarmaður fæddur 1995 og býr yfir góðri reynslu úr 2. deild íslenska boltans.
Hún hefur leikið með Sindra í Hornafirði undanfarin ár en þar áður var hún leikmaður Einherja á Vopnafirði.
Jovana er örvfættur varnarmaður og reynir fyrir sér í Lengjudeildinni í fyrsta sinn, en hún á 55 leiki að baki í 2. deild og sjö í Mjólkurbikar.
Athugasemdir