Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 03. mars 2023 10:17
Elvar Geir Magnússon
Klopp fer fögrum orðum um leikmenn Man Utd - „Eru í baráttu um að vinna deildina“
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Það verður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar Liverpool mætir Manchester United. Á fréttamannafundi í dag tjáði Jurgen Klopp sig um þróunina hjá andstæðingunum og fór fögrum orðum um nokkra leikmenn.

„Þeir hafa breyst í úrslitavél. Þeir ná að kreista fram úrslitin með góðri frammistöðu. Liðið spilar toppfótbolta og ef liðið spilar ekki sinn besta leik nær það samt úrslitum. Þess vegna eru þeir á þessum stað. Liðið er í harðri baráttu um að vinna deildina," segir Klopp.

Samgleðst Rashford
Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford hefur verið á skotskónum hjá United og er einn allra heitasti sóknarmaður heims.

„Það er ómögulegt að vera ánægður með eitthvað sem er jákvætt hjá Manchester United. En ég samgleðst Rashford því hann átti erfitt uppdráttar síðasta tímabil og náði sér ekki á strik. Hann er að spila ótrúlega vel, hraðinn hans og tæknin. Þetta er blanda af öllu. Hversu öruggur hann er fyrir framan markið. Hann skorar heimsklassa mörk, hann skorar einföld mörk, hann getur skallað. Hann er samt ekki eini heimsklassa leikmaðurinn í liðinu," segir Klopp.

„Ég er mjög hrifinn af Bruno Fernandes, hreyfingar hans eru mjög klókar. Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann birtist allt í einu. Casemiro og Fred eru einnig að ná vel saman og svo eru skyndisóknirnar einnig vopn sem þeir eru með. Miðað við leikmennina sem eru fengnir er augljóst að þetta lið er ekki byggt upp fyrir næstu áratugi ef horft er til leikmanna sem hafa verið keyptir. Þeir eru fengnir fyrir núið og núna er liðið virkilega gott."

Varðandi stöðuna á sínum leikmannahópi segir Klopp að ekkert hafi bæst á meiðslalistann, Thiago og Luis Díaz eru enn fjarri góðu gamni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner
banner