Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. mars 2023 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Kolbeinn lagði upp sigurmarkið - Lærisveinar Milosar með sextán stiga forystu
Kolbeinn Þórðarson lagði upp sigurmark Lommel
Kolbeinn Þórðarson lagði upp sigurmark Lommel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos er að gera frábært starf með Rauðu stjörnuna
Milos er að gera frábært starf með Rauðu stjörnuna
Mynd: Raggi Óla
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel í Belgíu, lagði upp sigurmark liðsins í 1-0 sigrinum á Dender í fallriðli B-deildarinnar í kvöld.

Blikinn og liðsfélagar hans eru vonsviknir að vera í fallriðlinum þar sem markmiðið var að berjast í efri hlutanum en liðið reynir þó að gera það besta úr stöðunni.

Kolbeinn lagði upp sigurmark liðsins þegar 25 mínútur voru eftir fyrir Theo Pierrot. Þetta var fimmta stoðsending Kolbeins á tímabilinu en Lommel er í efsta sæti fallriðilsins með 35 stig.

Mikael Anderson hafði betur gegn Aroni Sigurðarsyni í dönsku úrvalsdeildinni. AGF lagði Horsens, 2-0. Báðir byrjuðu leikinn en Aron fór af velli í liði Horsens á 62. mínútu á meðan Mikael fór af velli í uppbótartíma síðari hálfleiks. AGF er í 4. sæti með 29 stig en Horsens í 10. sæti með 22 stig.

Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson voru báðir í byrjunarliði Öster í 1-1 jafntefli gegn Falkenberg í æfingaleik í dag en Alex fór af velli í hálfleik.

Kristall Máni Ingason kom inná sem varamaður hjá Rosenborg í 1-1 jafntefli gegn Álasundi í æfingaleik.

Milos Milojevic, þjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu, stýrði liði sínu til sigurs gegn erkifjendum þeirra í Partizan, 1-0, í úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var gríðarlega stór fyrir Rauðu stjörnuna sem er í efsta sæti deildarinnar með sextán stiga forystu á Partizan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner