Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. mars 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Real horfir til Bellingham og Bruno - Mount til Liverpool?
Powerade
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham.
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Mason Mount til Liverpool.
Mason Mount til Liverpool.
Mynd: EPA
Raphinha á förum frá Barcelona?
Raphinha á förum frá Barcelona?
Mynd: EPA
Það er kominn föstudagur og það er safarík helgi framundan. Hæst ber leikur Liverpool og Manchester United á sunnudag. Bellingham, Guimaraes, Mount, Keita, Gvardiol og Scott eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Real Madrid er með framtíð Luka Modric (37) og Toni Kroos (33) í skoðun áður en félagið gerir tilboð í Jude Bellingham (19), miðjumann Borussia Dortmund, sem hefur verið hvattur til að hafna Liverpool. (Diario AS)

Real Madrid hefur einnig áhuga á brasilíska miðjumanninum Bruno Guimaraes (25) hjá Newcastle og gæti reynt að fá hann sem varakost ef Bellingham kemur ekki. (Diario AS)

Liverpool verður fremst í kapphlaupinu um Mason Mount (24), miðjumann Chelsea, í sumar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning á Stamford Bridge. (Mail)

Chelsea hefur endurnýjað áhuga sinn á Josko Gvardiol (21), varnarmanni RB Leipzig. Manchester City og Tottenham hafa einnig áhuga á króatíska landsliðsmanninum en 97 milljóna punda riftunarákvæði virkjast í samningi hans á næsta ári. (Times)

Inter vonast til að fá Naby Keita (28) í sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út. Inter hefur þegar rætt við umboðsmenn hans. (Gazzetta dello Sport)

Franski miðjumaðurinn Houssem Aouar (24) hjá Lyon er nálægt því að skrifa undir hjá Eintracht Frankfurt á frjálsri sölu eftir að hafa hafnað því að fara til Manchester United. (Sport1)

Barcelona gæti selt einhverjar af sínum skærustu stjörnum vegna fjárhagsstöðu sinnar. Raphinha (26) er meðal þeirra sem gætu farið. (Sun)

Manchester United, Chelsea og Arsenal fylgjast með belgíska miðjumanninum Romeo Lavia (19) hjá Southampton. (Mail)

Tottenham vill fá miðjumanninn Alex Scott (19) frá Bristol City í sumar. Crystal Palace og West Ham hafa líka áhuga. (Sun)

Leicester og Everton hafa áhuga á skoska miðjumanninum Lewis Ferguson (23) hjá Bologna. (Nicolo Schira)

Nottingham Forest þarf að berjast fyrir því að halda stjóranum Steve Cooper á næsta tímabili. Mörg úrvalsdeildarfélög eru hrifin af stjóranum. (Mail)

Viðræður eru í gangi milli Manchester United og David de Gea (32). Samningur spænska markvarðarins rennur út í sumar en hann vill vera áfram á Old Trafford. (Fabrizio Romano)

Félög í Tyrklandi vilja fá Mason Greenwood (21) lánaðan frá Manchester United. Greenwood er enn í banni hjá United eftir að hafa verið undir rannsókn en málið var látið falla niður í febrúar. (Telegraph)

Napoli telur sig geta haldið georgíska vængmanninum Khvicha Kvaratskhelia (22) þrátt fyrir áhuga frá Manchester City, Chelsea, Real Madrid og Barcelona. (90min)

Fulham vill kaupa ísraelska sóknarleikmanninn Manor Solomon (23) frá Shaktar Donetsk í sumar. Solomon er á láni en hann hefur skorað mikilvæg mörk undanfarnar vikur. (Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner