Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo tókst ekki að skora gegn botnliðinu
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo átti ekki sinn besta dag með Al-Nassr í Sádí-Arabíu í kvöld er það vann 3-1 endurkomusigur á botnliði Al-Batin.

Ronaldo, sem er fyrirliði og fastamaður í fremstu víglínu hjá Al-Nassr, fékk nokkur frábær færi til að skora í fyrri hálfleiknum gegn Al-Batin en klikkaði.

Eftir að liðið lenti 1-0 undir komst Ronaldo einn gegn markverði en hann sólaði markvörðinn og skaut boltanum á markið en varnarmaður Al-Batin var fljótur að átta sig og bjargaði á línu.

Yfirburðir Al-Nassr skiluðu jöfnunarmarki í uppbótartíma síðari hálfleiks en það var ekki Ronaldo sem skoraði markið heldur var það Abdulrahman Ghareeb sem gerði það eftir fyrirgjöf Luiz Gustavo.

Mohammed Al Fatil skoraði annað mark Al-Nassr á tólftu mínútu í uppbótartíma með skoti úr teignum áður en Mohammed Maran gulltryggði sigurinn stuttu síðar.

Al-Nassr heldur því toppsætinu en liðið er með 46 stig, tveimur stigum meira en Al-Ittihad þegar nítján umferðir eru búnar af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner