Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 03. mars 2023 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Alex bestur í sigri Alanyaspor - Hélt hreinu í fjórða sinn á tímabilinu
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var besti maður vallarins er Alanyaspor lagði Istanbul Basaksehir, 1-0, í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar Alex, sem er á láni frá Arsenal, hefur átt mjög gott tímabil í markinu hjá Alaynaspor en þetta var í fjórða sinn sem hann heldur hreinu á tímabilinu.

Hann átti fjórar góðar vörslur í leiknum, þar af þrjár eftir skot úr teignum. Leroy Fer, liðsfélagi Rúnars, fékk rauða spjaldið þegar tuttugu mínútur voru eftir og auðveldaði því ekki leið liðsins að sigrinum.

Rúnar var valinn bestur hjá bæði Fotmob og Sofascore en hann fær einkunnina 8,1 frá Fotmob.

Undir lok leiks fékk Rúnar gula spjaldið fyrir leiktöf, annað spjaldið sem hann fær á tímabilinu.

Alanyaspor er í 8. sæti tyrknesku deildarinnar með 28 stig.
Athugasemdir
banner