Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir skrifað í skýin að fyrrum fyrirliði liðsins Vincent Kompany verði stjóri City einn daginn.
Kompany hefur gert stórgóða hluti með Burnley í Championship-deildinni og liðið er á hraðri leið með að tryggja sér upp í deild þeirra bestu.
Kompany hefur kollvarpað hugmyndafræði Burnley með góðum árangri og liðið þykir spila fantagóðan fótbolta.
Kompany hefur gert stórgóða hluti með Burnley í Championship-deildinni og liðið er á hraðri leið með að tryggja sér upp í deild þeirra bestu.
Kompany hefur kollvarpað hugmyndafræði Burnley með góðum árangri og liðið þykir spila fantagóðan fótbolta.
„Stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt er magnaður. Þeir eru nálægt því að tryggja sér upp. Ég er hæstánægður með að sjá árangurinn sem hann hefur náð," segir Guardiola.
„Hann mun snúa aftur fyrr en síðar. Hans örlög eru að verða stjóri Manchester City einn daginn, það er skrifað í skýin og mun gerast. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast."
Athugasemdir