Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. mars 2023 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þakkar Söndru fyrir hennar störf - „Bætti sig á hverju einasta ári"
Varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari.
Varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag tilkynnti markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir að hún væri búin að leggja hanskana á hilluna. Sandra hefur varið mark Vals undanfarin sjö tímabil og síðustu fimm þeirra var Pétur Pétursson þjálfari liðsins. Fótbolti.net ræddi við Pétur í dag.

Bætti sig á hverju einasta ári
„Ég er búinn að vinna með henni í fimm ár og hún er búin að vera frábær í því sem hún hefur verið að gera. Hún hefur bætt sig á hverju einasta ári sem markmaður. Við þökkum henni kærlega fyrir það sem hún gerði fyrir okkur og óskum henni góðs gengis," sagði Pétur.

Reyndiru að sannfæra hana um að taka eitt tímabil í viðbót? „Að sjálfsögðu, það gerðu það allir,"

Með einn efnilegasta markmann landsins sem tekur við af Söndru
Í vetur hafa þær Aldís Guðlaugsdóttir og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving söðlað um og samið við önnur félög. Þær eru tvær af efnilegri markvörðum landsins.

Hvernig líta markmannsmálin út hjá Val? Þarf að leita annað eftir markverði eða er markvörður í hópnum klár í að taka við keflinu?

„Við erum með einn efnilegasta markmann landsins sem tekur við af Söndru. Okkur vantar annan markmann með henni," sagði Pétur. Fanney Inga Birkisdóttir er unglingalandsliðskona, fædd árið 2005, og var varamarkvörður fyrir Söndru seinni hluta síðasta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner