Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 03. mars 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vilt ekki þurfa að segja: „Nei, ég sá nú ekki leikinn"
Liðin sem færa nálina
Á sunnudag fer fram viðureign Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Mikill rígur er á milli liðanna, lítil ást, og oft mikill hiti þegar þessi lið mætast. Þetta eru tvö vinsælustu félögin í heiminum og tíminn nemur staðar þegar leikir liðanna hefjast.

Mikið er undir á sunnudag og verður Síminn, rétthafi enska boltans á Íslandi, á Anfield á sunnudag og fjallar um leikinn af vellinum. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður vegleg umfjöllun fyrir leik og eftir. Fótbolti.net ræddi við Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans hjá Símanum, og spurði hann út í leikinn.

Hvernig metur þú þessa viðureign á þessum tímapunkti?

„Leikir þessara liða eru í 99 prósent tilvika afskaplega safaríkir og þessi er klárlega þar. Þó Liverpool hafi farið illa út úr Meistaradeildinni á dögunum er liðið með tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum á hraðleið í Meistaradeildarbaráttu og á sama tíma er United komið með bikar eftir langa bið, á góðu skriði í deildinni og mikil ánægja með liðið hjá öllum stuðningsmönnum."

Er hægt að bera þennan leik saman við sömu viðureign fyrir tæpu ári síðan þegar allt var í rugli hjá United en Liverpool í toppbaráttu?

„Í rauninni ekki. Fyrir þann leik var Steve McManaman gestur hjá okkur fyrir leik og spurði okkur þegar búið var að slökkva á vélunum hvernig við spáðum leiknum. Ég sagði 6-0. Hann hló að því en svo hittumst við á 90 mínútu og hann viðurkenndi að staðan ætti að vera 6-0. Það var himinn og haf á milli þessara liða þá en svona getur þetta verið fljótt að breytast í boltanum."

Þegar kemur að þessum leik skiptir máli það sem á undan hefur gengið hjá liðunum eða er þetta alltaf 50:50?

„Svona almennt séð fer sagan út um gluggann. Þegar United var að rusla upp deildinni hér í gamla daga voru þessir leikir samt alltaf svakalegir og Liverpool reglulega að gera United skráveifu. En, til að vitna í leikinn fyrir ári síðan mátti sjá að stundum ræður sagan ekki við núið."

Nú starfaru sem ritstjóri enska boltans á Símanum, hversu vinsæl eru þessi tvö félög miðað við hin félögin og er skýr munur í áhorfi á leiki þessara liða miðað við hjá öðrum?

„Ég held að það sé engin ný frétt og/eða leyndarmál að þetta eru tvö stærstu liðin í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að aðdáendafjölda hvort sem heldur hér á fróni eða úti um allan heim. Það þarf ekki að horfa lengra en á Sky Sports sem hafa búið til krúnudjásn sitt, Monday Night Football, utan um frægðarsól þessara klúbba og það hófst löngu áður en Liverpool vann titilinn aftur. Þetta eru liðin sem almennt færa nálina svo eftir því er tekið."

Hversu stór er þessi sjónvarpsviðburður?

„Eins og sjónvarp er orðið í dag mælum við allt mínútu frá mínútu og það er almennt upp undir fjórðungur þjóðarinnar að horfa á leiki þessara liða. Við gengum samt aðeins lengra fyrir ekki margt löngu og fengum MMR til að gera áhorfskönnun á leik þessara liða og þá horfðu ríflega 33 prósent á hann sem er hæsta tala sem við höfum séð. Það er þriðjungur þjóðarinnar þannig að já, áhuginn er mikill."

Er meira horft á viðureign þessara liða en t.d. úrslitaleik HM?

„Úrslitaleikur HM er almennt stærri og auðvitað sýndur í opinni dagskrá þannig erfitt er að keppa við það."

Skiptir máli hvort um sé að ræða leik á laugardegi, sunnudegi eða í miðri viku þegar kemur að áhorfi?

„Það hafa allar breytur áhrif þegar kemur að sjónvarpsáhorfi. Seinni partur á sunnudegi um hávetur þegar allir eru helst fastir inni hjá sér trekkir eðlilega fleiri að imbanum heldur en frestaður leikur á sólríku þriðjudagskvöldi í maí. Það skiptir samt alltaf minna máli þegar kemur að viðureignum þessara stórliða því það vill enginn mæta inn á kaffistofu morguninn eftir og þurfa að segja: „Nei, ég sá nú ekki leikinn."
Enski boltinn - Ferðasaga og ansi langsóttur Íslandsvinur
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner