Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 03. mars 2024 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Það var möguleiki á að ná í sigur
Mynd: EPA
Átti Man Utd að fá aukaspyrnu rétt fyrir jöfnunarmarkið?
Átti Man Utd að fá aukaspyrnu rétt fyrir jöfnunarmarkið?
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var sáttur með heildarframmistöðu liðsins í 3-1 tapinu gegn nágrönnum þeirra í Manchester City á Etihad í dag.

United fékk nokkur góð augnablik í leiknum en heimamenn voru annars meira og minna að stjórna leiknum.

Stórbrotið mark Marcus Rashford kom United yfir á 8. mínútu og tókst gestunum að halda í þá forystu fram að 56. mínútu er Phil Foden jafnaði með fallegu marki.

Man City náði að klára þetta í lok leiks og fagnaði góðum sigri, en Ten Hag var alls ekki óánægður við framlagið.

„Mér fannst heildarframmistaðan góð. Við komumst í 1-0 og áttum okkar augnablik eftir markið til að bæta við öðru. Við vörðumst vel og það komu tvö lykil augnablik þar sem við komumst næstum því í góða stöðu en fáum síðan á okkur fyrsta markið.“

„Þá verðum maður vonsvikinn en við verðum að sætta okkur við þetta. Það voru samt tækifæri til að ná í að minnsta kosti eitt stig, en það var líka möguleiki á að ná í sigur.“


Rétt fyrir jöfnunarmark Man City fékk Rashford boltann á vinstri vængnum. Kyle Walker reif aðeins í Rashford sem varð til þess að sóknarmaðurinn féll í grasið, en ekkert dæmt.

„Ég spurði Rashy [Marcus Rashford] hvort það hafi verið snerting, þetta var kannski lítið en það var snerting.“

Hvernig lagði Ten Hag upp leikinn?

„Að komast á bakvið varnarlínuna með Garnacho. Við fengum nokkra góða sénsa eftir nokkrar mínútur og stuttu eftir það kom gott mark frá Rashford. Við lokuðum miðjunni vel og teignum sömuleiðis.“

Ten Hag benti á þá á hættulega tæklingu Ederson, markvarðar Man City, rétt áður en Foden gerði seinna markið. Alejandro Garnacho kom á sprettinum og fór brasilíski markvörðurinn á fullri ferð með lappirnar á undan sér.

„Við héldum í leikskipulagið og áttum augnablik eftir kærulausa ákvörðun markvarðar Man City og eftir þá sókn fengum við á okkur mark,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner