Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 03. apríl 2021 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Le Havre tapaði enn einum leiknum - Bordeaux vann
Kvenaboltinn
Berglind með boltann - mynd úr leik fyrr á tímabilinu.
Berglind með boltann - mynd úr leik fyrr á tímabilinu.
Mynd: Le Havre
Bordeaux hedur áfram að elta toppliðin Paris og Lyon í efstu deild í Frakklandi. Liðið vann 1-0 sigur á Íssy í dag.

Svava Rós Guðmundsdóttir er leikmaður Bordeaux en er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Liðið er tíu stigum frá Lyon í 2. sætinu og tíu stigum á undan Paris FC í 4. sætinu.

Á sama tíma lék Íslendingalið Le Havre á móti Dijon. Le Havre var á heimavelli og var komið undir, 0-2, eftir 20. mínútna leik.

Þær tölur urðu lokatölur leiksins. Þær Andrea Rán Hauksdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvalsdóttir voru allar í byrjunarliði Le Havre og léku allan leikinn. Liðið er í botnsæti deildarinnar, hefur tapað sex leikjum í röð og er án sigurs frá því í fyrstu umferð deildarinnar. Sex stig eru upp í öruggt sæti.
Athugasemdir
banner
banner