Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. apríl 2021 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Aron lagði upp í svekkjandi tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson spilaði á miðjunni hjá Al Arabi og lagði upp í tapi gegn Al Duhail í Katar í kvöld.

Abdulaziz Al Ansari kom Íslendingaliði Al Arabi tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum og lagði landsliðsfyrirliði okkar Íslendinga upp seinna mark hans.

Al Duhail jafnaði rétt fyrir leikhlé og var staðan 2-2 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Edmilson Junior fyrir Al Duhail og kom þeim yfir.

Edmilson fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma en tíu leikmenn Al Duhail náðu að landa sigrinum, 3-2.

Al Arabi er í sjöunda sæti deildarinnar í Katar en Al Duhail er í öðru sæti á eftir lærisveinum Xavi í Al Sadd.

Aron Einar spilaði 85 mínútur í dag. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi og í þjálfarateyminu eru Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson.
Athugasemdir
banner
banner
banner