Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. apríl 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikskilningur Schmeichel - „Það sem Hannes átti að gera í Gundogan markinu"
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester.
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester.
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi leikur Leicester og Manchester CIty í ensku úrvalsdeildinni. Staðan er enn 0-0.

Toppliðið kom boltanum í netið eftir um fimm mínútna leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Fernandinho átti skot af einhverjum 25 metrum sem rataði alla leið í netið. Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, og liðsfélagar hans voru hins vegar fljótir að mótmæla því þar sem Sergio Aguero var rangstæður og hann var fyrir Schmeichel áður en boltinn fór í netið.

Markið var að lokum dæmt af. Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur, er með pælingar um markið á Twitter. Hann segir að Schmeichel sýni þarna mikinn leikskilning.

„Sjáið leikskilning Kasper Schmeichel. Nákvæmlega það sem Hannes átti að gera í Gundogan markinu vs. Þýskalandi! Keyra í dómarann, maður fær alltaf dæmt á þetta," skrifaði Hjörvar.

Kai Havertz var í rangstöðu og í sjónlínu Hannesar Þórs Halldórssonar, landsliðsmarkvarðar Íslands, í þriðja marki Þýskalands gegn Íslandi fyrir rúmri viku síðan. Það var ekkert dæmt á það.

Hægt er að sjá rangstöðumarkið sem City skoraði með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner