Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er ekki hrifinn af hugmyndum um að fjölga liðum á HM 2030 í 64 lið. Hann er greinilega óánægður með að FIFA hafi ekki ráðlagt sig við UEFA áður en hugmyndirnar urðu opinberar.
FIFA staðfesti í síðasta mánuði að sambandið íhugar að fjölga keppnisþjóðum á HM 2030 í 64 lið í tilefni þess að þá mun heimsmeistaramótið fagna 100 ára afmæli. Ef af þessum hugmyndum verður þá mun rúmlega fjórðungur aðildarlanda FIFA taka þátt í mótinu en þau er 211.
FIFA staðfesti í síðasta mánuði að sambandið íhugar að fjölga keppnisþjóðum á HM 2030 í 64 lið í tilefni þess að þá mun heimsmeistaramótið fagna 100 ára afmæli. Ef af þessum hugmyndum verður þá mun rúmlega fjórðungur aðildarlanda FIFA taka þátt í mótinu en þau er 211.
„Þetta kom mér jafnvel meira á óvart en ykkur. Þetta er ekki góð hugmynd, ekki fyrir mótið og ekki heldur fyrir undankeppnina. Ég styð ekki þessa hugmynd," segir Ceferin.
„Ég veit ekki hvaðan hugmyndin kom en það er furðulegt að við höfðum ekkert heyrt af henni fyrir FIFA þingið."
Mótið 2030 verður haldið í þremur löndum - Spáni, Portúgal og Marokkó - en að auki verða þrír leikir í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fyrsta mótinu. Það mót var haldið í Úrúgvæ og voru það heimamenn sem báru sigur úr býtum eftir úrslitaleik við Argentínu.
Athugasemdir