Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. maí 2021 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Áhorfendur leyfðir á úrslitaleik Evrópudeildarinnar
Mynd: EPA
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, staðfesti í dag að áhorfendur verði leyfðir á úrslitaleik Evrópudeildarinnar en leikurin fer fram í Gdansk í Póllandi þann 26. maí.

Vegna kórónaveirunnar hafa áhorfendur ekki fengið að mæta á völlinn á þessari leiktíð.

UEFA hefur unnið að því að leyfa áhorfendur aftur og hefur sambandið komist að samkomulagi við pólsk yfirvöld um að leyfa áhorfendur á úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

9500 áhorfendur fá að mæta á Stadion Miejski-leikvanginn í Gdansk en stuðningsmenn þurfa annað hvort að sýna fram á vottorð um bólusetningu eða fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins.

Miðasala á úrslitaleikinn er hafin en það kemur í ljós á fimmtudaginn hvaða lið mætast í úrslitum. Manchester United vann Roma 6-2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á meðan Villarreal vann Arsenal 2-1.
Athugasemdir
banner
banner