Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. maí 2021 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Torino sendi Parma niður í B-deildina
Torino-menn fögnuðu marki Vojvoda
Torino-menn fögnuðu marki Vojvoda
Mynd: EPA
Torino 1 - 0 Parma
1-0 Mergim Vojvoda ('63 )

Parma er fallið úr Seríu A á Ítalíu eftir 1-0 tap gegn Torino í kvöld eftir þriggja ára veru í deildinni.

Félagið varð gjaldþrota árið 2015 og sent niður í ítölsku D-deildina en félagið vinna sig mjög hratt upp og fór þrisvar sinnum í röð upp um deild.

Parma snéri aftur í Seríu A árið 2018 og hefur haldið sér þar síðan en nú er það ævintýri á enda.

Mergim Vojvoda skoraði sigurmark Torino í kvöld á 63. mínútu og sendi Parma niður um deild.

Parma er í 19. sæti með 20 stig þegar fjórir leikir eru eftir og á ekki lengur möguleika á að halda sér uppi. Torino er á meðan í 15. sæti með 34 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner