Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 03. maí 2021 12:51
Innkastið
Ótrúleg jafnteflistölfræði KA - Eins leiðinlegur leikur og þeir verða
Úr leik HK og KA.
Úr leik HK og KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eins leiðinlegur leikur og fótboltaleikir verða," segir Egill Sigfússon, fréttaritari Fótbolta.net, um markalausa jafnteflið hjá HK og KA í Pepsi Max-deildinni um helgina.

Í hlaðvarpsþættinum Innkastið var fjallað um fyrstu umferðina.

„Það var vorbragur á þessum leik, það var ekki mikið fjör í þessu. Þetta var enn eitt jafnteflið hjá KA-mönnum. Ég held að þetta hafi verið þrettánda jafnteflið í átján deildarleikjum. Það hlýtur að vera eitthvað met," segir Egill en HK fékk eina dauðafærið í leiknum.

Undir stjórn Arnars Grétarssonar hefur KA liðið gert 10 jafntefli í 14 leikjum í Pepsi Max-deildinni.

„Mér finnst skrítið að KA hafi ekki lagt meiri sóknarþunga í þennan leik. HK ekki verið að gera gott mót í æfingaleikjunum og það virðast vera brotalamir á þeirra liði. Valgeir er að koma inn í þetta en hann byrjaði á bekknum. Það kom mér á óvart að KA hafi farið af varfærni í þennan leik, þetta var klárlega leikur þar sem þeir áttu að sækja stigin þrjú. Mér fannst KA valda vonbrigðum í þessum leik," segir Gunnar Birgisson.
Innkastið - Nýr leikur en sömu úrslit þegar Rúnar mætir Óskari
Athugasemdir
banner
banner
banner