
„Þetta verður mjög erfiður leikur og sá leikur sem við höfum verið í mestu basli með hingað til í mótinu, þeir stjórnuðu leiknum úti í Pilzen og við vorum í vandræðum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Fótbolta.net á blaðamannafundi landsliðiðsins sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.
Aðspurður út í það hvort nýjar áherslur væru á planinu fyrir leikinn hérna heima sagði Heimir einfalt „Jájá" en var þó ekki til í að gefa þær upp, skiljanlega.
Tomas Rosicky og Petr Chech eru svona þekktustu leikmenn Tékka, aðspurður um fleiri ógnir sagði Heimir,
„Þeir eru svo heilsteypt lið. Ef það er hægt að tala um Tékkana þá er þetta meiri liðsheild heldur en einhverjir einstaklingar."
Með sigri í þessum leik var Heimir alveg með á hreinu hversu mikið líkurnar okkar aukast á að komast á EM í Frakklandi.
„Þær aukast um þrjú stig, kannski fjögur."
„Stemmingin hefur verið alveg mögnuð á vellinum í síðustu leikjum miðað við hvað völlurinn er ekki hannaður með það í huga að búa til stemmingu eitthvað sem aðrir þurfa að hugsa um aðrir en við landsliðsþjálfararnir."
Athugasemdir