„Ég held að fyrst og fremst hafi við sofnað á verðinum í föstum leikatriðum og fáum á okkur þrjú mörk upp úr því. Ef við verjumst ekki föstum leikatriðum á móti sterkum liðum, töpum við bara," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R., eftir 4-1 tap á móti KA á Akureyrarvelli.
Lestu um leikinn: KA 4 - 1 Víkingur R.
Víkingur R. fékk þrjú mörk á sig eftir föst leikatriði.
„Í grunninn snýst þetta bara um einbeitingu og að ráðast á lausa bolta, fylgja manni og svo framvegis. Þetta eru bara grundvallaratriði í föstum leikatriðum og því var hreinlega bara ekki fylgt í dag."
Liðið situr í 11. sæti eftir leikinn í dag með 6 stig.
„Það er bara eitt í boði og það er að byrja að safna stigum, það er alveg ljóst að við getum ekki haldið áfram með þessum hætti."
Víkingur R. á leik gegn ÍBV í næstu umferð.
„Við eigum þá næsta laugardag og verðum hreinlega bara að vinna þann leik, það er ekkert flóknara en það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir