Rodri, Trippier, Casemiro og Moyes eru meðal þeirra sem koma við sögu
   mán 03. júlí 2017 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Efete þakklátur fyrir tímann hjá Breiðabliki
Efete í leik með Blikum.
Efete í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Michee Efete hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik.

Hans síðasti leikur fyrir Kópavogsliðið var 2-1 tap gegn FH í kvöld.

Efete kom til Blika í byrjun maí á láni frá Norwich, en hann hefur verið flottur í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki.

Efete er á leið aftur til Norwich, en hann hefur verið í kringum aðalliðið þar. Norwich er í Championship-deildinni á Englandi, en þar eru æfingar að hefjast aftur eftir sumarfrí.

Efete birti færslu á Twitter nú rétt í þessu þar sem hann þakkaði fyrir sig.

„Takk fyrir Breiðablik, það hefur verið heiður að spila fyrir ykkar magnaða félag, ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni," skrifaði Efete á Twitter í kvöld.

Talið er að Elfar Freyr Helgason muni snúa aftur í lið Breiðabliks þegar félagsskiptaglugginn opnar 15. júlí. Hann kláraði tímabilið í Danmörku með Horsens, en danska félagið nýtti sér ekki forkaupsrétt á honum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner