
„Við erum gasalega ánægðar með þetta, við þiggjum öll stig sem eru í boði," sagði Tinna Óðinsdóttir fyrirliði HK/Víkings eftir sterkan 1-0 sigur á ÍBV í dag.
Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 - 0 ÍBV
„Það hefur ekki gengið nógu vel í síðustu leikjum, við tókum okkur tíma í að endurhugsa hlutina aðeins og það sást á vellinum í dag."
„Það er ljúft eins og er en þetta er langt mót og mikið eftir svo við höldum áfram þessari stigasöfnun," sagði Tinna aðspurð hvort það væri ekki þægilegt að vera komin aðeins fjær botninum.
„Liðsheildin," sagði Tinna að lokum að hefði verið það sem gekk upp hjá þeim í dag.
Athugasemdir