Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 03. júlí 2020 20:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Mark ranglega dæmt af Leikni R.?
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Leiknismenn skora!!! Eftir snarpa sókn sýnist mér það vera Sævar Atli sem kemur boltanum í netið en flaggið fer á loft svp það stendur ekki. Sindri hefur fengið högg við að freista þess að verja og fær aðhlynningu en stendur fljótt upp og heldur leik áfram," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu frá leik Keflavíkur og Leiknis R. í Keflavík.

Nú er seinni hálfleikur nýhafinn í leik liðanna í Lengjudeildinni og leiðir Keflavík eftir mark frá Nacho Heras. Markið gæti verið skráð sem sjálfsmark en boltinn fór af Degi Austmann og í netið.

En aftur að textanum hér fyrir ofan. Sævar Atli Magnússon kom knettinum í netið og Kristján Óli Sigurðsson birti skjáskot af atvikinu. Ansi tæpt og má deila um hvort um réttan dóm sé að ræða.


Athugasemdir
banner
banner