Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   lau 03. júlí 2021 15:44
Victor Pálsson
Fyrrum framherji í Serie A í Þór (Staðfest)
Mynd: Kanadíska úrvalsdeildin
Þór hefur fengið til sín reynslumikinn framherja sem ber nafnið Dominique Malonga.

Þetta staðfesti félagið í dag en þessi 32 ára gamli leikmaður mun hjálpa liðinu í Lengjudeildinni á tímabilinu.

Malonga á að baki leiki í Serie A en hann lék á sínum tíma með Torino þar í landi sem og Cesena.

Samtals lék Malonga 45 leiki í Serie A en hann var síðast á mála hjá liði Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu.

Malonga á að baki sjö landsleiki fyrir Kongó og er stór liðsstyrkur fyrir Þróttara sem misstu Alvaro Montejo nú á dögunum.

Malonga hefur einnig leikið fyrir lið eins og Elche og Hibernian á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner