Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. júlí 2022 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Malacia fer í læknisskoðun á morgun
Tyrell Malacia er að ganga í raðir United
Tyrell Malacia er að ganga í raðir United
Mynd: EPA
Hollenski vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia mun gangast undir læknisskoðun hjá Manchester United á morgun áður en hann skrifar undir langtímasamning við félagið en þetta kemur fram á Sky.

Malacia, sem er 22 ára gamall, hefur spilað allan sinn feril hjá Feyenoord en frábær frammistaða hans síðustu tvö tímabil hafa skilað honum sæti í hollenska landsliðinu.

Franska félagið Lyon var nálægt því að ganga frá kaupum á Malacia áður en United stökk inn og gerði honum tilboð.

United greiðir Feyenoord 13 milljónir punda fyrir Malacia og mun leikmaðurinn gangast undir læknisskoðun á morgun áður en hann skrifar undir hjá félaginu.

Þetta verða fyrstu kaup United undir stjórn Erik ten Hag en það má gera ráð fyrir því að félagið losi sig við Alex Telles og Brandon Williams í glugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner