Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   sun 03. júlí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Nacho: Ég er jókerinn í ár
Nacho Heras í leik með Keflavík
Nacho Heras í leik með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nacho Heras var öflugur í öftustu línu Keflavíkur þegar liðið bar 3-1 sigurorð af Fram á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld. Nacho gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur í leiknum og gulltryggði með því sigur liðsins. Hann mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

„Þetta var heilsteypt og góð frammistaða hjá okkur sem liði og nú þurfum við að horfa upp töfluna. Mér finnst að við ættum að vera með fleiri stig og okkar markmið' er að enda í topp sex.“
Sagði Nacho um leikinn.

Nacho sem leikið hefur bróðurpart síðustu ára sem miðvörður með stöku leiki í hægri bakverði lék í vinstri bakverðinum í kvöld og gerði vel. Er honum alveg sama hvar hann spilar í öftustu línu?

„Ég er jókerinn í ár. Skrýtið stundum að spila vinstra megin en ég reyni bara að hjálpa liðinu. Rúnar er meiddur og Sindri að standa sig vel í hægri bakverðinum svo að þetta er undir Sigga komið ég geri bara mitt besta.“

Framundan hjá Keflavík er leikur gegn Breiðablik í Keflavík en toppliðið lagði Keflavík 4-1 í fyrstu umferð mótsins í Kópavogi.

„Við erum alltaf klárir eins og ég sagði áðan er markmiðið okkar að enda í topp sex og við erum mjög sterkir hér í Keflavík og hér held ég að við getum unnið öll lið.“

Sagði Nacho en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner