Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 03. júlí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Nacho: Ég er jókerinn í ár
Nacho Heras í leik með Keflavík
Nacho Heras í leik með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nacho Heras var öflugur í öftustu línu Keflavíkur þegar liðið bar 3-1 sigurorð af Fram á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld. Nacho gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur í leiknum og gulltryggði með því sigur liðsins. Hann mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

„Þetta var heilsteypt og góð frammistaða hjá okkur sem liði og nú þurfum við að horfa upp töfluna. Mér finnst að við ættum að vera með fleiri stig og okkar markmið' er að enda í topp sex.“
Sagði Nacho um leikinn.

Nacho sem leikið hefur bróðurpart síðustu ára sem miðvörður með stöku leiki í hægri bakverði lék í vinstri bakverðinum í kvöld og gerði vel. Er honum alveg sama hvar hann spilar í öftustu línu?

„Ég er jókerinn í ár. Skrýtið stundum að spila vinstra megin en ég reyni bara að hjálpa liðinu. Rúnar er meiddur og Sindri að standa sig vel í hægri bakverðinum svo að þetta er undir Sigga komið ég geri bara mitt besta.“

Framundan hjá Keflavík er leikur gegn Breiðablik í Keflavík en toppliðið lagði Keflavík 4-1 í fyrstu umferð mótsins í Kópavogi.

„Við erum alltaf klárir eins og ég sagði áðan er markmiðið okkar að enda í topp sex og við erum mjög sterkir hér í Keflavík og hér held ég að við getum unnið öll lið.“

Sagði Nacho en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner