Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mið 03. júlí 2024 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var að vonum svekktur eftir tap gegn FH á VíS-vellinum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Það vantaði talsvert uppá í dag, þetta var ekki góður leikur hjá okkur. FH hitti á okkur á góðum tíma, ég tek ekkert af þeim, óska þeim til hamingju með stigin þrjú," sagði Jóhann Kristinn.

„Við áttum ekki meira á tanknum, allir sem eru að horfa utan frá vita miðað við stöðu liðanna þar sem þær hafa góðan tíma milli leikja en ekki við sem eru að koma úr erfiðum framlengdum leik, þá er nauðsynlegt fyrir okkur að ná marki sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þær mæta á útivöll sem þær óttast."

„Ég er sannfærður um að þetta hafi farið öðruvíisi ef við hefðum komið marki inn í fyrri eins og planið var en þegar það gerist ekki vex vonin hjá þeim en dvínar hjá okkur og fætur súrna hraðar og þreytan fer í hausinn og ákvarðanatökur og sendingar fer út og suður þegar það er löngukomið í bensínljósið. Mér fannst liðið mitt reyna eins og þær gátu en í dag var það ekki nóg."

Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti á útivelli á sunnudaginn.

„Eftir þetta verða menn að fá hvíld. Það er búið að vera glórulaus törn á þessu liði. Við erum ekki með endalaust magn af stelpum þó þær séu margar. Það var erfiður leikur á föstudaginn svo þurfum við að standa vaktina á öðrum vígstöðum líka. U20 liðið okkar var að spila í Reykjavík á sunnudaginn og það er lungað úr þessum stelpum sem standa vaktina þar," sagði Jóhann Kristinn.

Landsleikjahlé hefst eftir leik liðsins gegn Þrótti.

„Sandra María fer beint á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. Við þurfum að skoða þetta, það er búið að vera glórulaust álag á þessum stelpum," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann var spurður að því hvort hann vilji að mótastjórn skoði uppsetningu mótsins betur.

„Gera þeir það ekki? Ég ætla rétt að vona að þeir skoði það, þetta er alvöru álag. Ég veit ekki um marga sem ráða við þetta. Mér finnst aðdáunarvert hvernig mínar stelpur eru að díla við þetta. Ég er ekki með hökuna í gólfið að þetta hafi verið svona leikur í dag, auðvitað er ég súr að hafa ekki náð einhverju út úr þessu en er ekki ægilega hissa."

„Ef menn vilja spila svona þá verða menn að búa til leikmenn sem ráða við þetta, ég veit ekki hver formúlan af því er. Það er mikil þreyta og ég tala nú ekki um þegar það er búin að vera svona taphrina eins og hjá okkur núna, þetta er þungt í hausinn og ég sárvorkenni þessum stelpum."


Athugasemdir
banner
banner
banner