Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 03. júlí 2024 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var að vonum svekktur eftir tap gegn FH á VíS-vellinum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Það vantaði talsvert uppá í dag, þetta var ekki góður leikur hjá okkur. FH hitti á okkur á góðum tíma, ég tek ekkert af þeim, óska þeim til hamingju með stigin þrjú," sagði Jóhann Kristinn.

„Við áttum ekki meira á tanknum, allir sem eru að horfa utan frá vita miðað við stöðu liðanna þar sem þær hafa góðan tíma milli leikja en ekki við sem eru að koma úr erfiðum framlengdum leik, þá er nauðsynlegt fyrir okkur að ná marki sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þær mæta á útivöll sem þær óttast."

„Ég er sannfærður um að þetta hafi farið öðruvíisi ef við hefðum komið marki inn í fyrri eins og planið var en þegar það gerist ekki vex vonin hjá þeim en dvínar hjá okkur og fætur súrna hraðar og þreytan fer í hausinn og ákvarðanatökur og sendingar fer út og suður þegar það er löngukomið í bensínljósið. Mér fannst liðið mitt reyna eins og þær gátu en í dag var það ekki nóg."

Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti á útivelli á sunnudaginn.

„Eftir þetta verða menn að fá hvíld. Það er búið að vera glórulaus törn á þessu liði. Við erum ekki með endalaust magn af stelpum þó þær séu margar. Það var erfiður leikur á föstudaginn svo þurfum við að standa vaktina á öðrum vígstöðum líka. U20 liðið okkar var að spila í Reykjavík á sunnudaginn og það er lungað úr þessum stelpum sem standa vaktina þar," sagði Jóhann Kristinn.

Landsleikjahlé hefst eftir leik liðsins gegn Þrótti.

„Sandra María fer beint á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. Við þurfum að skoða þetta, það er búið að vera glórulaust álag á þessum stelpum," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann var spurður að því hvort hann vilji að mótastjórn skoði uppsetningu mótsins betur.

„Gera þeir það ekki? Ég ætla rétt að vona að þeir skoði það, þetta er alvöru álag. Ég veit ekki um marga sem ráða við þetta. Mér finnst aðdáunarvert hvernig mínar stelpur eru að díla við þetta. Ég er ekki með hökuna í gólfið að þetta hafi verið svona leikur í dag, auðvitað er ég súr að hafa ekki náð einhverju út úr þessu en er ekki ægilega hissa."

„Ef menn vilja spila svona þá verða menn að búa til leikmenn sem ráða við þetta, ég veit ekki hver formúlan af því er. Það er mikil þreyta og ég tala nú ekki um þegar það er búin að vera svona taphrina eins og hjá okkur núna, þetta er þungt í hausinn og ég sárvorkenni þessum stelpum."


Athugasemdir
banner