Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   mið 03. júlí 2024 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var að vonum svekktur eftir tap gegn FH á VíS-vellinum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Það vantaði talsvert uppá í dag, þetta var ekki góður leikur hjá okkur. FH hitti á okkur á góðum tíma, ég tek ekkert af þeim, óska þeim til hamingju með stigin þrjú," sagði Jóhann Kristinn.

„Við áttum ekki meira á tanknum, allir sem eru að horfa utan frá vita miðað við stöðu liðanna þar sem þær hafa góðan tíma milli leikja en ekki við sem eru að koma úr erfiðum framlengdum leik, þá er nauðsynlegt fyrir okkur að ná marki sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þær mæta á útivöll sem þær óttast."

„Ég er sannfærður um að þetta hafi farið öðruvíisi ef við hefðum komið marki inn í fyrri eins og planið var en þegar það gerist ekki vex vonin hjá þeim en dvínar hjá okkur og fætur súrna hraðar og þreytan fer í hausinn og ákvarðanatökur og sendingar fer út og suður þegar það er löngukomið í bensínljósið. Mér fannst liðið mitt reyna eins og þær gátu en í dag var það ekki nóg."

Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti á útivelli á sunnudaginn.

„Eftir þetta verða menn að fá hvíld. Það er búið að vera glórulaus törn á þessu liði. Við erum ekki með endalaust magn af stelpum þó þær séu margar. Það var erfiður leikur á föstudaginn svo þurfum við að standa vaktina á öðrum vígstöðum líka. U20 liðið okkar var að spila í Reykjavík á sunnudaginn og það er lungað úr þessum stelpum sem standa vaktina þar," sagði Jóhann Kristinn.

Landsleikjahlé hefst eftir leik liðsins gegn Þrótti.

„Sandra María fer beint á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. Við þurfum að skoða þetta, það er búið að vera glórulaust álag á þessum stelpum," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann var spurður að því hvort hann vilji að mótastjórn skoði uppsetningu mótsins betur.

„Gera þeir það ekki? Ég ætla rétt að vona að þeir skoði það, þetta er alvöru álag. Ég veit ekki um marga sem ráða við þetta. Mér finnst aðdáunarvert hvernig mínar stelpur eru að díla við þetta. Ég er ekki með hökuna í gólfið að þetta hafi verið svona leikur í dag, auðvitað er ég súr að hafa ekki náð einhverju út úr þessu en er ekki ægilega hissa."

„Ef menn vilja spila svona þá verða menn að búa til leikmenn sem ráða við þetta, ég veit ekki hver formúlan af því er. Það er mikil þreyta og ég tala nú ekki um þegar það er búin að vera svona taphrina eins og hjá okkur núna, þetta er þungt í hausinn og ég sárvorkenni þessum stelpum."


Athugasemdir
banner