Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 03. júlí 2024 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var að vonum svekktur eftir tap gegn FH á VíS-vellinum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Það vantaði talsvert uppá í dag, þetta var ekki góður leikur hjá okkur. FH hitti á okkur á góðum tíma, ég tek ekkert af þeim, óska þeim til hamingju með stigin þrjú," sagði Jóhann Kristinn.

„Við áttum ekki meira á tanknum, allir sem eru að horfa utan frá vita miðað við stöðu liðanna þar sem þær hafa góðan tíma milli leikja en ekki við sem eru að koma úr erfiðum framlengdum leik, þá er nauðsynlegt fyrir okkur að ná marki sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þær mæta á útivöll sem þær óttast."

„Ég er sannfærður um að þetta hafi farið öðruvíisi ef við hefðum komið marki inn í fyrri eins og planið var en þegar það gerist ekki vex vonin hjá þeim en dvínar hjá okkur og fætur súrna hraðar og þreytan fer í hausinn og ákvarðanatökur og sendingar fer út og suður þegar það er löngukomið í bensínljósið. Mér fannst liðið mitt reyna eins og þær gátu en í dag var það ekki nóg."

Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti á útivelli á sunnudaginn.

„Eftir þetta verða menn að fá hvíld. Það er búið að vera glórulaus törn á þessu liði. Við erum ekki með endalaust magn af stelpum þó þær séu margar. Það var erfiður leikur á föstudaginn svo þurfum við að standa vaktina á öðrum vígstöðum líka. U20 liðið okkar var að spila í Reykjavík á sunnudaginn og það er lungað úr þessum stelpum sem standa vaktina þar," sagði Jóhann Kristinn.

Landsleikjahlé hefst eftir leik liðsins gegn Þrótti.

„Sandra María fer beint á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. Við þurfum að skoða þetta, það er búið að vera glórulaust álag á þessum stelpum," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann var spurður að því hvort hann vilji að mótastjórn skoði uppsetningu mótsins betur.

„Gera þeir það ekki? Ég ætla rétt að vona að þeir skoði það, þetta er alvöru álag. Ég veit ekki um marga sem ráða við þetta. Mér finnst aðdáunarvert hvernig mínar stelpur eru að díla við þetta. Ég er ekki með hökuna í gólfið að þetta hafi verið svona leikur í dag, auðvitað er ég súr að hafa ekki náð einhverju út úr þessu en er ekki ægilega hissa."

„Ef menn vilja spila svona þá verða menn að búa til leikmenn sem ráða við þetta, ég veit ekki hver formúlan af því er. Það er mikil þreyta og ég tala nú ekki um þegar það er búin að vera svona taphrina eins og hjá okkur núna, þetta er þungt í hausinn og ég sárvorkenni þessum stelpum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner