Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 03. júlí 2024 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var að vonum svekktur eftir tap gegn FH á VíS-vellinum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Það vantaði talsvert uppá í dag, þetta var ekki góður leikur hjá okkur. FH hitti á okkur á góðum tíma, ég tek ekkert af þeim, óska þeim til hamingju með stigin þrjú," sagði Jóhann Kristinn.

„Við áttum ekki meira á tanknum, allir sem eru að horfa utan frá vita miðað við stöðu liðanna þar sem þær hafa góðan tíma milli leikja en ekki við sem eru að koma úr erfiðum framlengdum leik, þá er nauðsynlegt fyrir okkur að ná marki sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þær mæta á útivöll sem þær óttast."

„Ég er sannfærður um að þetta hafi farið öðruvíisi ef við hefðum komið marki inn í fyrri eins og planið var en þegar það gerist ekki vex vonin hjá þeim en dvínar hjá okkur og fætur súrna hraðar og þreytan fer í hausinn og ákvarðanatökur og sendingar fer út og suður þegar það er löngukomið í bensínljósið. Mér fannst liðið mitt reyna eins og þær gátu en í dag var það ekki nóg."

Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti á útivelli á sunnudaginn.

„Eftir þetta verða menn að fá hvíld. Það er búið að vera glórulaus törn á þessu liði. Við erum ekki með endalaust magn af stelpum þó þær séu margar. Það var erfiður leikur á föstudaginn svo þurfum við að standa vaktina á öðrum vígstöðum líka. U20 liðið okkar var að spila í Reykjavík á sunnudaginn og það er lungað úr þessum stelpum sem standa vaktina þar," sagði Jóhann Kristinn.

Landsleikjahlé hefst eftir leik liðsins gegn Þrótti.

„Sandra María fer beint á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. Við þurfum að skoða þetta, það er búið að vera glórulaust álag á þessum stelpum," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann var spurður að því hvort hann vilji að mótastjórn skoði uppsetningu mótsins betur.

„Gera þeir það ekki? Ég ætla rétt að vona að þeir skoði það, þetta er alvöru álag. Ég veit ekki um marga sem ráða við þetta. Mér finnst aðdáunarvert hvernig mínar stelpur eru að díla við þetta. Ég er ekki með hökuna í gólfið að þetta hafi verið svona leikur í dag, auðvitað er ég súr að hafa ekki náð einhverju út úr þessu en er ekki ægilega hissa."

„Ef menn vilja spila svona þá verða menn að búa til leikmenn sem ráða við þetta, ég veit ekki hver formúlan af því er. Það er mikil þreyta og ég tala nú ekki um þegar það er búin að vera svona taphrina eins og hjá okkur núna, þetta er þungt í hausinn og ég sárvorkenni þessum stelpum."


Athugasemdir
banner