Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 03. ágúst 2020 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Lið ársins í Seríu A - Þrír frá Lazio
Vefmiðillinn Football Italia velur lið ársins í Seríu A á Ítaíu en þrír leikmenn koma frá Lazio.

Francesco Acerbi, Luis Alberto og Ciro Immobile, leikmenn Lazio, eru allir í liðinu.

Acerbi hefur verið kletturinn í vörn Lazio og þá hefur Luis Alberto verið að skapa færin fyrir Immobile sem var markahæsti maður deildarinnar.

Juventus er með tvo fulltrúa, þá Wojciech Szczesny og Cristiano Ronaldo. Inter og Atalanta er einnig með tvo en Romelu Lukaku og Stefan de Vrij koma frá Inter og þá eru þeir Hans Hateboer og Josip Ilicic fulltrúar Atalanta.

Lið ársins: Wojciech Szczesny (Juventus), Hans Hateboer (Atalanta), Stefan de Vrij (Inter), Francesco Acerbi (Lazio), Theo Hernandez (Milan), Radja Nainggoalan (Cagliari), Luis Alberto (Lazio), Josip Ilicic (Atalanta), Cristiano Ronaldo (Juventus), Ciro Immobile (Lazio), Romelu Lukaku (Inter).
Athugasemdir
banner