Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. ágúst 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Ódýrara að vera uppi í stúku en á vellinum
Brynjar Gauti verður ekki með Fram í kvöld
Brynjar Gauti verður ekki með Fram í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óli Jóh mætir sínu gamla félagi, FH, á Origovellinum
Óli Jóh mætir sínu gamla félagi, FH, á Origovellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir eru á dagskrá í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld en hinn margumræddi leikur Fram og Stjörnunnar fer meðal annars fram klukkan 19:15.

Fram fékk Brynjar Gauta Guðjónsson frá Stjörnunni í glugganum en í þeim kaupsamningi var klásúla sem segir að ef Fram ákveður að spila Brynjari gegn Stjörnunni þá þarf Fram að greiða hærri upphæð fyrir leikmanninn.

Því hefur sú ákvörðun verið tekin um að spila honum ekki og verður Brynjar því í stúkunni er lið hans mætir Stjörnunni. Fram er í 8. sæti með 17 stig en Stjarnan í 4. sæti með 24 stig.

Valur mætir FH á Origovellinum á sama tíma. Ólafur Jóhannesson, sem er í dag þjálfari Vals, byrjaði tímabilið sem þjálfari FH en var látinn fara um mitt sumar. Eiður Smári Guðjohnsen, sem spilaði eitt sinn með Val, þjálfar FH.

Valur er í 5. sæti með 21 stig en FH er í basli og situr í 10. sæti með 11 stig.
Leikir dagsins:

Besta-deild karla
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)
19:15 Fram-Stjarnan (Framvöllur - Úlfarsárdal)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner