Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 03. september 2019 12:39
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Búinn að eyða öllu út úr símanum mínum
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að eyða öllu út úr símanum mínum og les ekki neitt og heyri ekki neitt. Ég lifi í þægilegri búbblu. Auðvitað veit ég hvenær ég spila vel og hvenær ég spila illa. Mér hefur fundist frammistaðan vera betri en umræðan hefur verið. Auðvitað eru móment hér og þar sem mega fara betur. Síðasti leikur var áberandi og leiðinleg mörk þar sem við fengum á okkur," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals við Fótbolta.net í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins.

Hannes hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Val í sumar, til að mynda eftir síðasta leik gegn ÍBV. Hann er nú á leið í verkefni með íslenska landsliðinu gegn Moldavíu og Albaníu.

„Ég er kominn með doktorsgráðu í því að skilja við erfiða tíma hjá félagsliðum og standa vaktina og vinna leiki með landsliðinu. Það hefur verið viðloðandi landsliðið að það hefur alltaf verið bras hjá félagsliðunum, hjá Sandnes, Randers og núna Val. Það hefur ekki haft áhrif á landsliðsverkefnin. Þetta er allt annað dæmi að spila landsleiki og vera bara með tvo leiki sem þú ert að fókusa á og þarft að skila úrslitum. Þú breytir um umhverfi og maður smellur inn í stemninguna. Þetta hefur gengið vel hingað til og mun gera það áfram."

„Það er partur af okkar vinnu að maður þarf að leiða hjá sér öfgakennda umræðu. Það er yfirleitt þannig að þú ert ekki eins lélegur eins og fólk vill meina eftir tapleiki og heldur ekki eins góður og fólk segir eftir sigurleiki. Þetta er þarna mitt á milli. Mótlæti og velgengi koma í bylgjum og við þurfum að standa í lappirnar og vinna okkar vinnu. Það er mikilvægt fyrir mig að ætla ekki að sanna eitthvað heldur sinna minni vinnu og eiga við mómentin eins vel og ég get í leiknum. Það skilar vonandi einhverju í leiknum."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner