De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 03. september 2023 17:08
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn um stigasöfnunina: Víkingar skekkja myndina með því að vera varla búnir að tapa stigi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég met þetta bara sem sanngjarnan sigur hjá FH. Við vorum á eftir þeim í 90. mínútur. Þeir voru miklu betri en við í dag og við fengum allt sem við áttum skilið úr þessum leik sem var ekki neitt.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 tap gegn FH á heimavelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

FH-ingarnir fengu fullt af færum í upphafi seinni hálfleiks. Óskar fór yfir þessa byrjun á seinni hálfleiknum.

„Þeir voru náttúrulega með meðvind og við vorum opnir. Við vorum ekki skipulagðir og ekki nægilega grimmir fram á við. Við vorum bara eftir á. Færin og skotin þeirra verða samt miklu hættulegri með vindinn í bakinu. Seinni hálfleikurinn var samt miklu skárri hjá okkur sóknarlega en varnarlega vorum við alltaf skrefi á eftir. Við vorum eftir.“

Óskar var þá spurður hvort að bitlausir væri rétta orðið til þess að útskýra þessa frammistöðu.

„Já og ekki kveikt á okkur. Bæði varnarlega og sóknarlega. Við mættum ekki vel stemmdir til leiks. Það þýðir ekkert í þessari deild.“

Klæmint Olsen var ekki í hóp í dag. Hann var á dögunum valinn í Færeyska landsliðshópinn en Óskar var spurður út í fjarveru Færeyingsins.

Hann er búinn að spila mikið og tankurinn er að tæmast. Hann fær ekki þann lúxus sem aðrir leikmenn fá að fá smá hvíld í landsleikjahléinu. Hann er að fara að spila með færeyjun og ég ákvað að hvíla hann í dag. Við verðum að geta lifað af án Klæmint og að Anton sé á bekknum og að Damir og Viktor séu ekki alltaf hafsenta parið. Við verðum að geta lifað af, ef ekki þá erum við ekki með nógu stóran hóp til þess að standa í þessum leikjum. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu.

Óskar talaði einnig um spennufallið eftir fimmtudaginn.

„Fimmtudagurinn var bara eins og fimmtudagurinn var. Það er eðlilegt að það geti komið eitthvað spennufall. Spennufallið getur farið í tvær áttir. Það getur farið þannig að það lyfti þér upp eða þannig að það gerir þig aðeins værukæran og rólegan. Því miður gerðist það við okkur og við áttum ekkert skilið úr þessum leik.“

Núna eru 22 leikir búnir og umspilið fer að fara að hefjast eftir landsleikjahléð en Óskar var spurður út í hvernig hann metur þessa 22 leiki.

Ég met þá þannig að auðvitað hefur stigasöfnuninn okkar verið undir væntingum. Við höfum samt núna undanfarið verið að keyra tvo vegi. Bæði evrópuveginn og deildarveginn. Við höfum ekki náð stöðugleika í báðum keppnum. Ég átta mig ekki á því hverjum það er að kenna en það er búið að vera mikið álag. Stigasöfnuninn hefur ekki verið eins góð og maður hefði viljað. En við búum líka við það að Víkingar skekkja myndina með því að vera varla búnir að tapa stigi. En við þurfum að herða okkur í úrslitarkeppninni og sækja stig.

Núna byrjar umspilið á næstu dögum og Óskar er bjartsýnn fyrir framhaldið.

Ég held að þetta verði skemmtilegt. 5 hörkuleikir og þetta verður bara gaman.“ sagði Óskar Hrafn að lokum eftir 2-0 tap gegn FH. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner