Sævar Atli Magnússon byrjaði á bekknum þegar Lyngby heimsótti BK Frem í 2. umferð danska bikarsins
BK Frem leikur í þriðju efstu deild í Danmörku en Lyngby er með fimm stiig eftir sjö umferðir í efstu deild. Sævar Atli kom inn á þeegar um hálftími var til loka venjulegs leiktíma en Lyngby tapaði leiknum 4-1.
Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Kolding sem vann Saedding/Guldager 4-1.
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted, leikmenn Birmingham, eru í íslenska landsliðshópnum sem er mættur hingað til lands og mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.
Birmingham mætti Walsall í bikarkeppni neðri deildanna en staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og var því gripið í vítaspyrnukeppni. Walsall hafði betur þar.
Það er deildarfyrirkomulag í bikarkeppninni. Bæði lið fá stig fyrir jafntefli en Walsall fær aukastig fyrir að vinna vítaspyrnukeppnina.