
Félagaskiptaglugganum var lokað á mánudag og nú er brostinn á annar gluggi, landsleikjagluggi. Framundan eru spennandi landsleikir, þar á meðal viðureign Íslands og Aserbaídsjan á föstudag. En slúðrið tekur sér aldrei frí!
Marc Guehi (25) er mjög ósáttur við Crystal Palace eftir að félagið hafnaði tilboði Liverpool upp á 35 milljónir punda. Stjórinn Oliver Glasner hótaði að segja upp ef enski varnarmaðurinn yrði seldur. (Guardian)
Ef Liverpool hefði boðið 55 milljónir punda í Guehi er talið að Crystal Palace hefði mögulega samþykkt tilboðið. Real Madrid gæti nú einnig haft áhuga á leikmanninum, sem gæti farið á frjálsri sölu næsta sumar. (Telegraph)
Guehi, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace, ætlar ekki að endurnýja samninginn og stefnir á að yfirgefa félagið næsta sumar. (Times)
Manchester United íhugaði að fá Danny Welbeck (35) aftur frá Brighton í sumar, annað árið í röð. Eigandi félagsins, Sir Jim Ratcliffe, samþykkti ekki hugmyndina. Welbeck verður áfram hjá Brighton. (Athletic)
Manchester United er enn opið fyrir að selja kamerúnska markvörðinn Andre Onana (29) en glugginn er enn opinn í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. (Teamtalk)
Nottingham Forest er að ljúka kaupum á enska ungmennalandsliðsmanninum Chinaza Nwosu (17) frá West Ham. (Fabrizio Romano)
Tottenham vonast enn að selja miðjumanninn Yves Bissouma (29) til félags í landi þar sem félagaskiptaglugginn er enn opinn. (The I)
Aston Villa er ánægt með að halda argentínska markverðinum Emiliano Martínez (33). Hann hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands.(Fabrizio Romano)
Aston Villa náði samkomulagi um kaup á belgíska markverðinum Senne Lammens (23) en hann valdi að fara til Manchester United í staðinn. (Mail)
Yoane Wissa (29) náði að ganga frá skiptum sínum frá Brentford til Newcastle 30 sekúndum fyrir gluggalok. (Sky Sports)
Skosku meistararnir í Celtic hafa sett sig í samband við framherjann Patrick Bamford (31) sem yfirgaf Leeds United í þessum mánuði. (Herald)
Athugasemdir