Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 07:00
Kári Snorrason
Dolberg snýr aftur til Ajax eftir sex ára fjarveru (Staðfest)
Kasper Dolberg.
Kasper Dolberg.
Mynd: Ajax
Kasper Dolberg hefur gengið til liðs við Ajax frá Anderlecht fyrir 10 milljónir evra.

Danski framherjinn lék með Ajax á árunum 2015 til 2019, þar sem hann skoraði 45 mörk fyrir félagið.

Hann spilaði stóra rullu með liðinu þegar það komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar árið 2017 og í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2019.

Dolberg var á mála hjá Anderlecht í tvö ár og skoraði 44 mörk í 96 leikjum fyrir belgíska félagið.

Þessi danski leikmaður þótti eitt sinn einn efnilegasti framherji Danmerkur en hann steig sín fyrstu skref með Silkeborg áður en hann var seldur til Ajax í Hollandi.
Athugasemdir
banner