Úlfarnir 2-3 Álafoss
0-1 Einar Sæþór Ólason ('3)
0-2 Daníel Ingi Jónsson ('8)
1-2 Kristo Beshiku ('43)
2-2 Kristo Beshiku ('44)
2-3 Fróði Brooks Kristjánsson (64')
0-1 Einar Sæþór Ólason ('3)
0-2 Daníel Ingi Jónsson ('8)
1-2 Kristo Beshiku ('43)
2-2 Kristo Beshiku ('44)
2-3 Fróði Brooks Kristjánsson (64')
Álafoss vann 2-3 sigur á Úlfunum á Lambhagavelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni 5. deildar karla á mánudag. Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í 4. deild.
Úlfarnir enduðu í 2. sæti í B-riðli en Álafoss vann A-riðil. Í hinni undanúrslitaviðureigninni er Skallagrímur er með 2-1 forystu gegn KFR.
Gestirnir í Álafoss áttu draumabyrjun, en eftir átta mínútur voru þeir komnir tveimur mörkum yfir. Mosfellingar í sjöunda himni.
Þá setti Kristo Beshiku, leikmaður Úlfanna, í fluggírinn og jafnaði metin rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði tvö mörk með mínútu millibili.
Liðin gengu jöfn til hálfleiks, en á 64. mínútu kom varamaðurinn Fróði Brooks gestunum yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og því fer Álafoss með eins marks forystu í seinni leikinn.
Síðari viðureign liðanna fer fram næstkomandi sunnudag á Malbikstöðinni að Varmá.
Athugasemdir