Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fraus eiginlega við að sjá Hákon - „Maður var svona áður"
Hákon með syni Dagnýjar.
Hákon með syni Dagnýjar.
Mynd: Skjáskot - Instagram
Hákon Arnar Haraldsson er ein stærsta stjarnan í íslenskum fótbolta. Hann verður með fyrirliðabandið í komandi verkefni hjá íslenska landsliðinu.

Hákon spilaði á dögunum æfingaleik með Lille gegn West Ham í London.

Eftir leikinn hitti hann á landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og son hennar, Brynjar Atla, sem voru mætt á leikinn. Brynjar Atli fékk treyju Hákonar og var í skýjunum með það.

Hákon var spurður út í þetta í viðtali við Fótbolta.net og Livey núna á dögunum.

„Það var geggjað að spila á þessum velli. Ég vissi ekki að Dagný væri á leiknum en strákurinn var mjög glaður," sagði Hákon.

„Hann fraus eiginlega að sjá mig en hann var mjög glaður."

Hvernig er að vera í þessum sporum, þar sem þú ert svona mikil hetja fyrir unga Íslendinga?

„Það er skrítið því maður var svona áður, alltaf mættur til að fá áritanir eða treyju. Það er mjög gaman að geta gefið af sér og vera fyrirmynd ef maður getur sagt það."

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Hákon í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner