Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 07:30
Kári Snorrason
Isak æfði með liðsfélögum í fyrsta sinn í 14 vikur
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: SvFF
Nýjasti liðsmaður Liverpool, Alexander Isak, hefur farið á sína fyrstu æfingu með liðsfélögum í 14 vikur.

Isak var í kuldanum hjá Newcastle, eftir að hann gaf út að hann vildi fara til Liverpool og fékk ekki að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu. Þegar liðið fór í æfingaferð fór Svíinn til að mynda til Spánar og æfði einn.

Sænski sóknarmaðurinn fór til Liverpool á gluggadeginum fyrir 125 milljónir punda eftir langa og mikla atburðarás.

Isak á eftir að fara á æfingu með Liverpool, en æfir nú með sænska landsliðinu sem mætir Slóveníu og Kósovó í undankeppni HM 2026.



Athugasemdir
banner