PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 03. október 2024 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas: Minning sem ég mun varðveita
Andri Lucas í baráttunni gegn Chelsea í kvöld
Andri Lucas í baráttunni gegn Chelsea í kvöld
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Gent og íslenska landsliðsins, segist hafa notið sín í endurkomu sinni til Lundúna en hann lagði upp fyrra mark Gent í 4-2 tapinu gegn Chelsea í kvöld.

Framherjinn var að snúa aftur á heimaslóðir en hann er jú fæddur í Lundúnum og mætti oft á leiki hjá föður sínum, Eiði Smára, sem lék með Chelsea frá 2000 til 2006.

Eiður og Sveinn Aron, eldri bróðir Anda, voru báðir í stúkunni á Stamford Bridge í kvöld og sáu hann leggja upp mark í leiknum, en eyðilagði það upplifun Andra og minningar hans frá yngri árum?

„Nei, auðvitað ekki. Ef eitthvað þá bara gerir þessar minningar enn betri. Að hafa verið hér sem ungur strákur og geta snúð aftur hingað sem fótboltamaður er eitthvað sem ég mun varðveita og bara frábært augnablik fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Andri við TNT Sports og var síðan spurður út í það hvort Eiður hafi haldið með honum eða Chelsea í kvöld.

„Ég er að vonast eftir því að hann hafi mætt til að styðja mig! Neinei, hann reynir að horfa á alla leiki hjá mér og bræðrum mínum, en hann augljóslega gaf mér nokkur ráð fyrir leikinn og studdi mig áfram,“ sagði Andri í lokin.


Athugasemdir
banner