Feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Sveinn Aron eru báðir í stúkunni á Stamford Bridge þar sem þeir horfa á leik Chelsea og Gent í Sambandsdeildinni.
Andri Lucas, sonur Eiðs Smára, er í byrjunarliði Gent, sem er 1-0 undir.
Eiður Smári lék með Chelsea frá 2000 til 2006 þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar, en Andri fæddist í Lundúnum.
Sveinn Aron, elsti sonur Eiðs og Ragnhildar Sveinsdóttur, er með föður sínum í stúkunni, en hann er á mála hjá Sarpsborg í Noregi.
Næsti leikur Sarpsborg er 20. október og fékk því Sveinn Aron leyfi til þess að fara og horfa á bróður sinn spila.
Yngsti bróðirinn, Daníel Tristan, var þá í leikmannahópi Malmö sem vann Qarabag 2-1 í Evrópudeildinni í kvöld, en hann kom ekki við sögu.
Eidur Gudjohnsen watches on as his son Andri lines up for Gent against his old club Chelsea ???????? pic.twitter.com/28sbQeOwNi
— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 3, 2024
Athugasemdir