Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Smári og Sveinn Aron á Brúnni
Eiður Smári og Sveinn Aron í stúkunni
Eiður Smári og Sveinn Aron í stúkunni
Mynd: Getty Images
Feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Sveinn Aron eru báðir í stúkunni á Stamford Bridge þar sem þeir horfa á leik Chelsea og Gent í Sambandsdeildinni.

Andri Lucas, sonur Eiðs Smára, er í byrjunarliði Gent, sem er 1-0 undir.

Eiður Smári lék með Chelsea frá 2000 til 2006 þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar, en Andri fæddist í Lundúnum.

Sveinn Aron, elsti sonur Eiðs og Ragnhildar Sveinsdóttur, er með föður sínum í stúkunni, en hann er á mála hjá Sarpsborg í Noregi.

Næsti leikur Sarpsborg er 20. október og fékk því Sveinn Aron leyfi til þess að fara og horfa á bróður sinn spila.

Yngsti bróðirinn, Daníel Tristan, var þá í leikmannahópi Malmö sem vann Qarabag 2-1 í Evrópudeildinni í kvöld, en hann kom ekki við sögu.


Athugasemdir
banner
banner
banner