Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 20:13
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjólfur kominn úr meiðslum - Kristall með rangstöðumark
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Horsens
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu.

Brynjólfur Andersen Willumsson er búinn að ná sér eftir meiðsli og kom inn af bekknum í seinni hálfleiknum í sigri Groningen í efstu deild í Hollandi.

Brynjólfur, sem skoraði fimm mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins, fékk að spila síðustu 20 mínúturnar í kvöld en tókst ekki að bæta við marki. Groningen er í fjórða sæti sem stendur, með 15 stig eftir 8 umferðir.

Í næstefstu deild kom Helgi Fróði Ingason inn af bekknum er Helmond lagði Almere City að velli. Helgi fékk að spila síðasta hálftímann í 2-1 sigri. Helmond á 13 stig eftir 10 umferðir.

Í efstu deild í Danmörku var Kristall Máni Ingason í byrjunarliði Sönderjyske og hélt að hann hefði skorað fyrsta mark leiksins, en það var tekið af vegna rangstöðu eftir athugun í VAR-herberginu.

Kristall spilaði fyrstu 65 mínúturnar á útivelli gegn OB og náði varamaðurinn sem kom inn fyrir hann að skora jöfnunarmarkið skömmu síðar. Lokatölur 1-1.

Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í varnarlínu Sönderjyske en Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í hóp vegna meiðsla. Bæði lið eru með 12 stig eftir 11 umferðir af danska deildartímabilinu.

Guðlaugur Victor Pálsson lék þá allan leikinn er Horsens gerði 3-3 jafntefli við Hobro í næstefstu deild í Danmörku.

Guðlaugur og félagar léku manni færri næstum allan leikinn en náðu þó í stig á heimavelli. Þeir eru í toppbaráttunni með 19 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði Lyngby sem á leik til góða.

Í þriðju efstu deild í Svíþjóð var Óskar Tor Sverrisson á sínum stað í byrjunarliði Ariana en tókst ekki að koma í veg fyrir tap gegn Lunds þrátt fyrir mikla yfirburði. Ariana er um miðja deild með 33 stig eftir 25 umferðir.

Istra vann þá mikilvægan sigur í efstu deild í Króatíu með Loga Hrafn Róbertsson í byrjunarliðinu. Danijel Dejan Djuric var ónotaður varamaður.

Istra var lakara liðið á vellinum en skóp samt dýrmætan sigur gegn Varazdin. Liðin eiga bæði 12 stig eftir 9 umferðir.

Að lokum tapaði Fortuna Düsseldorf heimaleik gegn Nürnberg í næstefstu deild í Þýskalandi, en Valgeir Lunddal Friðriksson var fjarverandi vegna meiðsla.

NAC Breda 1 - 2 Groningen

Helmond 2 - 1 Almere City

Odense 1 - 1 Sönderjyske

Horsens 3 - 3 Hobro

Ariana 0 - 1 Lunds

Istra 1961 1 - 0 Varazdin

Dusseldorf 2 - 3 Nurnberg

Athugasemdir
banner
banner