Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fös 03. október 2025 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Jafnt í nýliðaslagnum - Alfons á bekknum
Mynd: Birmingham
Wrexham 1 - 1 Birmingham
1-0 George Dobson ('13)
1-1 Patrick Roberts ('46)

Wrexham og Birmingham mættust í nýliðaslagnum í Championship deildinni í kvöld og voru heimamenn talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

George Dobson tók forystuna fyrir Wrexham með skalla eftir hornspyrnu snemma leiks og komust heimamenn nálægt því að tvöfalda forystuna fyrir leikhlé, en tókst ekki.

Birmingham byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora jöfnunarmark, þegar Patrick Roberts slapp í gegn eftir góða sendingu frá Jay Stansfield og skoraði eftir 20 sekúndna leik.

Það var mjög lítið að frétta í síðari hálfleiknum og urðu lokatölur 1-1.

Alfons Sampsted var á bekknum hjá Birmingham en Willum Þór Willumsson var fjarverandi vegna meiðsla.

Bæði lið eru um miðja deild eftir jafnteflið, Birmingham með 12 stig eftir 9 umferðir og Wrexham með 10 stig.
Athugasemdir
banner