Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Stórbrotin mörk hjá Semenyo og Kluivert
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bournemouth 3 - 1 Fulham
0-1 Ryan Sessegnon ('70)
1-1 Antoine Semenyo ('78)
2-1 Justin Kluivert ('84)
3-1 Antoine Semenyo ('96)

Bournemouth tók á móti Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og var staðan markalaus eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem liðin gáfu ekki mörg færi á sér.

Síðari hálfleikurinn hélt áfram í svipuðu fari þar til gestirnir í liði Fulham tóku forystuna á 70. mínútu. Ryan Sessegnon slapp þá í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Samuel Chukwueze og gerði vængbakvörðurinn vel að klára.

Antoine Semenyo, stjörnuleikmaður Bournemouth, svaraði þó átta mínútum síðar með frábæru marki eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Semenyo spretti framhjá tveimur andstæðingum úti á vinstri kanti og komst alla leið að endalínunni þar sem hann keyrði inn í teig og skoraði svo úr mjög þröngu færi.

Sex mínútum síðar fullkomnaði varamaðurinn Justin Kluivert endurkomuna með öðru mögnuðu einstaklingsframtaki. Semenyo gaf honum boltann við miðjulínuna og lék Kluivert lystir sínar til að plata varnarmann áður en hann lét vaða af um 20 metra færi. Skotið var þrælgott og rataði alveg uppvið stöngina þar sem Bernd Leno kom engum vörnum við.

Fulham leitaði að jöfnunarmarki en fann ekki. Þess í stað skoraði Bournemouth eftir skyndisókn undir lok uppbótartímans, svo lokatölur urðu 3-1. Semenyo var þar aftur á ferðinni og skoraði hann eftir frábæran undirbúning frá Ben Doak sem spretti upp hægri vænginn og dró tvo varnarmenn í sig áður en hann lagði upp.

Bournemouth fer upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þessum sigri, þar sem liðið á 14 stig eftir 7 umferðir.

Fulham situr eftir í neðri hluta deildarinnar með 8 stig.
Athugasemdir
banner