Altay Bayindir hefur byrjað alla leiki Manchester United til þessa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er þrátt fyrir að nýr markvörður, Senne Lammens, var keyptur fyrir gluggalok.
Lammens hefur þurft að sitja á bekknum í síðustu umferð á meðan Bayindir hefur verið í markinu. Bayindir er án efa einn slakasti aðalmarkvörður ensku úrvalsdeildarinnar, ef ekki bara sá slakasti.
Lammens hefur þurft að sitja á bekknum í síðustu umferð á meðan Bayindir hefur verið í markinu. Bayindir er án efa einn slakasti aðalmarkvörður ensku úrvalsdeildarinnar, ef ekki bara sá slakasti.
„Hversu lélegur er þessi nýi markvörður ef Bayindir er alltaf að byrja?" spurði Magnús Haukur Harðarson í Enski boltinn hlaðvarpinu.
„Hann hlýtur að vera ömurlegur," sagði Orri Fannar Þórisson í þættinum.
Lammens var keyptur frá Antwerp í Belgíu og hann er óskrifað blað á Englandi, en hann virðist ekki vera betri en Bayindir að mati Rúben Amorim, stjóra United.
Man Utd mætir Sunderland um helgina og það er spurning hvort Bayindir verði enn í rammanum þá.
Það er aðeins eitt lið í ensku úrvalsdeildinni sem myndi starta hinum 27 ára gamla Altay Bayindir í rammanum og það er Manchester United
— Jói Ástvalds (@JoiPall) September 27, 2025
Athugasemdir