Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ljóst að þetta eru dómaramistök"
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, var mjög ósáttur með dómarana eftir 2-0 tap liðsins gegn Braga í Evrópudeildinni í gær.

Braga var með forystuna í hálfleik en Kelechi Iheanacho skoraði snemma í seinni hálfleik og var viss um að hann væri búinn að jafna metin.

Dómarinn dæmdi markið hins vegar af þar sem hann taldi að boltinn hafi farið í höndina á honum og VAR staðfesti dóminn. Braga skoraði annað markið undir lokin og tryggði sér sigurinn.

„Ég skil ekki af hverju dómarinn er ekki beðinn um að fara í skjáinn. Ég geri ráð fyrir því að mennirnir í VAR herberginu hafi þurft að skoða þetta nokkrum sinnum miðað við tímann sem þetta tók, það er ekki möguleiki að þeir sjái boltann fara í höndina, hann fer í andltið á honum. Hann kláraði færið mjög vel," sagði Rodgers

„Það er ljóst þegar þú sérð þetta að þetta eru dómaramistök. VAR er til að koma í veg fyrir rangar ákvarðanir. Það var því svolítið undarlegt að hann skyldi ekki einu sinni vera beðinn um að fara í skjáinn."


Athugasemdir
banner
banner