Osasuna 2 - 1 Getafe
0-1 Borja Mayoral ('23)
1-1 Abel Bretones ('45+3)
2-1 Alejandro Catena ('90)
0-1 Borja Mayoral ('23)
1-1 Abel Bretones ('45+3)
2-1 Alejandro Catena ('90)
Osasuna og Getafe áttust við í eina leik kvöldsins í spænsku deildinni og tók Borja Mayoral, fyrrum framherji Real Madrid og Roma, forystuna fyrir gestina í fyrri hálfleik. Hann skoraði með skemmtilegri afgreiðslu eftir fyrirgjöf.
Leikurinn var tíðindalítill og einkenndist af baráttu en Abel Bretones tókst að jafna fyrir heimamenn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann skoraði með glæsilegu skoti við vítateigslínuna sem var algjörlega óverjandi fyrir markvörðinn.
Síðari hálfleikurinn hélt áfram í svipuðu fari þar sem liðin fengu lítið af færum. Þegar allt virtist stefna í jafntefli tókst heimamönnum þó að knýja fram sigur með skalla eftir hornspyrnu. Þar tókst Alejandro Catena að stanga boltann í netið til að tryggja dýrmæt stig.
Osasuna klifrar upp um tvö sæti og er með 10 stig eftir 8 umferðir, einu stigi minna heldur en Getafe. Liðin eru bæði um miðja deild.
Athugasemdir