Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
banner
   fös 03. október 2025 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Ísak og félagar sigruðu Hoffenheim
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hoffenheim 0 - 1 Köln
0-1 Said El Mala ('16 )

Ísak Bergmann Jóhanesson var í byrjunarliðinu hjá FC Köln sem heimsótti Hoffenheim í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum.

Said El Mala tók forystuna fyrir Köln eftir stundarfjórðung í nokkuð jöfnum slag. Heimamönnum í Hoffenheim tókst þó ekki að jafna metin.

Það var ekki mikið um færi í nokkuð lokuðum leik og gerði Köln vel að halda hreinu, þar sem lokatölur urðu 1-0. Ísak spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins.

Köln er óvænt í fjórða sæti þýsku deildarinnar sem stendur, með 10 stig eftir 6 umferðir.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 5 5 0 0 22 3 +19 15
2 Dortmund 5 4 1 0 11 3 +8 13
3 RB Leipzig 5 4 0 1 7 7 0 12
4 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
5 Eintracht Frankfurt 5 3 0 2 17 13 +4 9
6 Stuttgart 5 3 0 2 7 6 +1 9
7 Leverkusen 5 2 2 1 10 8 +2 8
8 Freiburg 5 2 1 2 9 9 0 7
9 St. Pauli 5 2 1 2 8 8 0 7
10 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
11 Union Berlin 5 2 1 2 8 11 -3 7
12 Wolfsburg 5 1 2 2 7 7 0 5
13 Hamburger 5 1 2 2 2 8 -6 5
14 Mainz 5 1 1 3 5 6 -1 4
15 Werder 5 1 1 3 8 14 -6 4
16 Augsburg 5 1 0 4 8 12 -4 3
17 Heidenheim 5 1 0 4 4 10 -6 3
18 Gladbach 5 0 2 3 5 12 -7 2
Athugasemdir
banner
banner