Arsenal hefur rætt við varnarmanninn Jurrien Timber um nýjan samning. Hollenski landsliðsmaðurinn hefur verið að standa sig vel og félagið vill verðlauna hann fyrir að vera orðinn mikilvægur leikmaður i liðinu.
BBC segir að viðræður séu nýfarnar af stað en það sé vilji beggja aðila að framlengja núverandi samning sem rennur út 2028.
BBC segir að viðræður séu nýfarnar af stað en það sé vilji beggja aðila að framlengja núverandi samning sem rennur út 2028.
Þessi 24 ára leikmaður kom frá Ajax á 34,4 milljónir punda sumarið 2023 en meiddist illa í upphafi tímabils. Hann lék 51 leik á síðasta tímabili og er orðinn fyrsti kostur í hægri bakvörð.
Arsenal er einnig í viðræðum við Bukayo Saka um nýjan samning og vonast til að hann skrifi bráðlega undir. William Saliba skrifaði nýlega undir nýjjan fimm ára samning.
Athugasemdir