Spænski kantmaðurinn Lamine Yamal virtist vera búinn að ná sér af meiðslum og lék allan leikinn í tapi gegn PSG í Meistaradeildinni í vikunni.
Hann er þó aftur byrjaður að finna fyrir óþægindum ofarlega á nárasvæðinu og verður því frá keppni í um tvær til þrjár vikur. Hann missir því af næsta leik Barcelona gegn Sevilla um helgina og landsleikjahlénu með Spáni.
Þjálfarateymið vonast til að fá kantmanninn efnilega aftur til baka eftir landsleikjahléð og er Yamal í kappi við tímann. Hann vill mæta aftur á völlinn í allra síðasta lagi 26. október, þegar Barcelona heimsækir Real Madrid í El Clásico slagnum fræga.
Yamal er 18 ára gamall og hefur komið að 6 mörkum í 4 leikjum í La Liga það sem af er tímabils, með tvö mörk og fjórar stoðsendingar.
???????????????????????????? ????????????????
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 3, 2025
The discomfort in the pubic area that player Lamine Yamal has been experiencing has reappeared after the match against PSG. He will be out for the Sevilla game, and the estimated recovery time is 2-3 weeks. pic.twitter.com/zFLebl67k5
Athugasemdir