Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 03. nóvember 2022 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það voru mjög margir sem vildu ekki fá mig þarna"
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru frekar margar efasemdarraddir um Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann gekk í raðir Breiðabliks frá ÍA fyrir tímabilið sem var að klárast.

Það var líka þannig varðandi Dag Dan Þórhallsson sem kom frá Fylki en þeir voru tveir af bestu leikmönnum Bestu deildarinnar.

Ísak var spurður að því í Innkastinu fyrr í þessari viku hvort hann hefði tekið eftir þessum efasemdarröddum.

„Það voru mjög margir sem vildu ekki fá mig þarna. Ég var ekki í formi og var ekkert á hæsta stað á ferlinum. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika) sjálfur þurfti að sannfæra nokkra til þess að fá mig. Ég þurfti að sanna að ég væri nægilega góður fyrir Blika og það gerðist á endanum," segir Ísak sem var valinn besti leikmaður deildarinnar hjá Fótbolta.net.

Ísak tók til í mataræðinu hjá sér fyrir tímabilið og var líka á betri stað andlega. Það hjálpaði, sem og að vera í frábæru liði með geggjaða þjálfara.

Breiðablik endaði sem Íslandsmeistari með tíu stigum meira en næsta lið.

„Það var mikill vilji í liðinu. Maður sá þetta í augunum á leikmönnum. Það var ekkert annað en að vinna titilinn. Það fannst mér svakalegur munur á Skaganum og Breiðabliki, hvað leikmenn voru einbeittir á að sækja þetta. Ef einhver var að tala um eitthvað annað þá var það bara: 'Þegiðu'. Það eina sem var í boði var titill," segir Ísak en hægt er að hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Hvernig Ísak Snær varð óvænt langbestur í deildinni
Innkastið - Sá besti gestur í lokaþætti ársins
Athugasemdir
banner