Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 03. desember 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Atletico Madrid vonast eftir því að fá Cavani í janúar
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Spænska félagið Atletico Madrid vonast eftir því að fá úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani í janúarglugganum.

Diego Costa er á meiðslalistanum þar til í febrúar og Atletico hefur verið í vandræðum með markaskorun.

Samningur Cavani við Paris Saint-Germain rennur út næsta sumar. Hann hefur verið í höfuðborg Frakklands síðan 2013 þegar hann kom frá Napoli.

Sagt er að Inter Miami, félag David Beckham, í MLS-deildinni hafi viljað fá Cavani en fengið neitun þar sem leikmaðurinn vilji halda áfram í Evrópuboltanum.

Cavani er 32 ára gamall.
Athugasemdir
banner