Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 03. desember 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo þakklátur eftir 750. markið
Cristiano Ronaldo skoraði í gær sitt 750. mark á ferlinum þegar hann skoraði annað mark Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev.

„750 mörk, 750 ánægjuleg augnablik, 750 bros á andlitum stuðningsmanna okkar," skrifaði Ronaldo á samfélagsmiðlum í gær.

„Ég þakka öllum leikmönnum og þjálfurum sem hafa hjálpað mér að ná þessum fjölda, takk allir andstæðingar sem hafa látið mig leggja harðar og harðar að mér á degi hverjum."

Markið í gær var 75. mark Ronaldo hjá Juventus. Hann skoraði 450 fyrir Real Madrid, 118 hjá Manchester United og fimm fyrir Sporting Lisbon. Þá hefur hann skorað 102 landsliðsmörk.


Athugasemdir
banner